Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2018 06:37 Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Vísir/getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Sjá meira
Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent