Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 17:57 Donald Trump. EPA/JASON SZENES Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira