Sparnaðarráð Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2018 08:00 Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun