Sparnaðarráð Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2018 08:00 Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun