Mál um rekstur Trump fer fyrir dóm Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 21:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira