Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 23:30 Deborah Ramirez er bekkjarsystir Kavanaugh úr Yale-háskóla. Vísir/AP Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn. Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn.
Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06