Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 13:15 Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47