Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 21:53 Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. Vísir/getty Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27
Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00