Memphis: Stóð ekki undir væntingum hjá United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2018 08:30 Memphis líður vel í Lyon. vísir/getty Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira