Segja þrjú lið betri en Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 14:30 Leikmenn Real Madrid fagna Meistaradeildartitlinum. Vísir/Getty Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og fjórum sinnum á síðustu fimm árum en er ekki sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vetur samkvæmt úttekt Telegraph. Dregið verið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og hefst drátturinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Margir bíða spenntir eftir því í hvernig riðli ensku liðin lenda en hver er erfiðast mótherjinn? The Daily Telegraph raðaði liðunum 32, sem komust í riðlakeppnina í ár, eftir styrkleika og á þeim lista eru þrjú lið ofar en margfaldir meistarar Real Madrid. Barcelona er sigurstranglegasta liðið og lið Juventus og Manchester City eru einnig talin vera sigurstranglegri en lið Real Madrid. Hjá Juventus er einmitt Cristiano Ronaldo, leikmaðurinn sem hefur öðrum fremur verið maðurinn á bak við fjóra Meistaradeildartitla Real Madrid á síðustu fimm árum. Nú er Cristiano Ronaldo kominn til Juventus og það skilar ítalska liðinu upp í annað sætið á þessum lista. Manchester City er efst enskra liða í 3. sætinu, tveimur sætum á undan Liverpool, sex sætum á undan nágrönnum sínum í Manchester United og sjö sætum á undan Tottenham. Það má finna rökstuðning á bak við sæti hvers liðs með því að smella hér. Hér fyrir neðan má sjá röðina hjá Telegraph.Bestu lið Meistaradeildarinnar 2018-19: 1. Barcelona (1. flokkur) 2. Juventus (1. flokkur)3. Manchester City (1. flokkur) 4. Real Madrid (1. flokkur)5. Liverpool (3. flokkur) 6. Paris Saint-Germain (1. flokkur) 7. Atlético Madrid (1. flokkur) 8. Bayern München (1. flokkur)9. Manchester United (2. flokkur)10.Tottenham Hotspur (2. flokkur) 11. Napoli (2. flokkur) 12. Internazionale (4. flokkur) 13. Roma (2. flokkur) 14. Mónakó (3. flokkur) 15. Valencia (3. flokkur) 16. Schalke 04 (3. flokkur) 17. Borussia Dortmund (2. flokkur) 18. Porto (2. flokkur) 19. Lyon (3. flokkur) 20. Benfica (2. flokkur) 21. 1899 Hoffenheim (4. flokkur) 22. Shakhtar Donetsk (2. flokkur) 23. Galatasaray (4. flokkur) 24. Ajax (3. flokkur) 25. PSV Eindhoven (3. flokkur) 26. Club Brugge (4. flokkur) 27. CSKA Moskva (3. flokkur) 28. Viktoria Plzen (4. flokkur) 29. Rauða stjarnan í Belgrad (4. flokkur) 30. Lokomotiv Moskva (1. flokkur) 31. AEK Aþena (4. flokkur) 32. Young Boys (4. flokkur) Samkvæmt þessum lista The Daily Telegraph væru erfiðustu mögulegu riðlar ensku liðanna annars svona: Man. City: Napoli, Mónakó, Hoffenheim Man. United, Tottenham og Liverpool: Barcelona, Mónakó, Inter Meistaradeild Evrópu Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og fjórum sinnum á síðustu fimm árum en er ekki sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vetur samkvæmt úttekt Telegraph. Dregið verið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og hefst drátturinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Margir bíða spenntir eftir því í hvernig riðli ensku liðin lenda en hver er erfiðast mótherjinn? The Daily Telegraph raðaði liðunum 32, sem komust í riðlakeppnina í ár, eftir styrkleika og á þeim lista eru þrjú lið ofar en margfaldir meistarar Real Madrid. Barcelona er sigurstranglegasta liðið og lið Juventus og Manchester City eru einnig talin vera sigurstranglegri en lið Real Madrid. Hjá Juventus er einmitt Cristiano Ronaldo, leikmaðurinn sem hefur öðrum fremur verið maðurinn á bak við fjóra Meistaradeildartitla Real Madrid á síðustu fimm árum. Nú er Cristiano Ronaldo kominn til Juventus og það skilar ítalska liðinu upp í annað sætið á þessum lista. Manchester City er efst enskra liða í 3. sætinu, tveimur sætum á undan Liverpool, sex sætum á undan nágrönnum sínum í Manchester United og sjö sætum á undan Tottenham. Það má finna rökstuðning á bak við sæti hvers liðs með því að smella hér. Hér fyrir neðan má sjá röðina hjá Telegraph.Bestu lið Meistaradeildarinnar 2018-19: 1. Barcelona (1. flokkur) 2. Juventus (1. flokkur)3. Manchester City (1. flokkur) 4. Real Madrid (1. flokkur)5. Liverpool (3. flokkur) 6. Paris Saint-Germain (1. flokkur) 7. Atlético Madrid (1. flokkur) 8. Bayern München (1. flokkur)9. Manchester United (2. flokkur)10.Tottenham Hotspur (2. flokkur) 11. Napoli (2. flokkur) 12. Internazionale (4. flokkur) 13. Roma (2. flokkur) 14. Mónakó (3. flokkur) 15. Valencia (3. flokkur) 16. Schalke 04 (3. flokkur) 17. Borussia Dortmund (2. flokkur) 18. Porto (2. flokkur) 19. Lyon (3. flokkur) 20. Benfica (2. flokkur) 21. 1899 Hoffenheim (4. flokkur) 22. Shakhtar Donetsk (2. flokkur) 23. Galatasaray (4. flokkur) 24. Ajax (3. flokkur) 25. PSV Eindhoven (3. flokkur) 26. Club Brugge (4. flokkur) 27. CSKA Moskva (3. flokkur) 28. Viktoria Plzen (4. flokkur) 29. Rauða stjarnan í Belgrad (4. flokkur) 30. Lokomotiv Moskva (1. flokkur) 31. AEK Aþena (4. flokkur) 32. Young Boys (4. flokkur) Samkvæmt þessum lista The Daily Telegraph væru erfiðustu mögulegu riðlar ensku liðanna annars svona: Man. City: Napoli, Mónakó, Hoffenheim Man. United, Tottenham og Liverpool: Barcelona, Mónakó, Inter
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira