Fagna frelsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira