Fagna frelsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira