John McCain látinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2018 00:41 Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. New York Times greinir frá. Í tilkynningu frá skrifstofu hans segir að hann hafi látist fyrr í dag en McCain greindist með heilaæxli á síðasta ári. Tilkynnt var í vikunni að hann hefði hætt allri læknismeðferð vegna æxlisins. John McCain var fæddur árið 1936 og hafði setið á þingi frá árinu 1982. Fyrst á fulltrúadeild þingisns og svo á öldungadeildinni frá 1986. Hann bauð sig fram til embættis forseta árið 2008 og tapaði gegn Barack Obama, auk þess sem hann var í öðru sæti á eftir George W. Bush í kosningum Repúblikana um forsetaefni flokksins árið 2000. McCain barðist í Víetnam-stríðinu og varð þjóðhetja þegar að hann sneri aftur úr haldi Norður-Víetnama, eftir að flugvél hans var skotin niður yfir Hanoi. Var hann afar virtur og áhrifamikill þingmaður en hann og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðu ekki vel saman undir það síðasta þrátt fyrir að vera samflokksmenn, ekki síst eftir að McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn. Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir John McCain hættur læknameðferð Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ákveðið að hætta meðferð við æxli í heila hans. 24. ágúst 2018 15:22 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Öldungadeildarþingmaður repúblikana fór hörðum orðum um þá sem vilja að Bandaríkin dragi sig inn í skel og yfirgefi áratugagamlar hugsjónir sínar. 17. október 2017 11:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. New York Times greinir frá. Í tilkynningu frá skrifstofu hans segir að hann hafi látist fyrr í dag en McCain greindist með heilaæxli á síðasta ári. Tilkynnt var í vikunni að hann hefði hætt allri læknismeðferð vegna æxlisins. John McCain var fæddur árið 1936 og hafði setið á þingi frá árinu 1982. Fyrst á fulltrúadeild þingisns og svo á öldungadeildinni frá 1986. Hann bauð sig fram til embættis forseta árið 2008 og tapaði gegn Barack Obama, auk þess sem hann var í öðru sæti á eftir George W. Bush í kosningum Repúblikana um forsetaefni flokksins árið 2000. McCain barðist í Víetnam-stríðinu og varð þjóðhetja þegar að hann sneri aftur úr haldi Norður-Víetnama, eftir að flugvél hans var skotin niður yfir Hanoi. Var hann afar virtur og áhrifamikill þingmaður en hann og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðu ekki vel saman undir það síðasta þrátt fyrir að vera samflokksmenn, ekki síst eftir að McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn.
Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir John McCain hættur læknameðferð Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ákveðið að hætta meðferð við æxli í heila hans. 24. ágúst 2018 15:22 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Öldungadeildarþingmaður repúblikana fór hörðum orðum um þá sem vilja að Bandaríkin dragi sig inn í skel og yfirgefi áratugagamlar hugsjónir sínar. 17. október 2017 11:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
John McCain hættur læknameðferð Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ákveðið að hætta meðferð við æxli í heila hans. 24. ágúst 2018 15:22
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Öldungadeildarþingmaður repúblikana fór hörðum orðum um þá sem vilja að Bandaríkin dragi sig inn í skel og yfirgefi áratugagamlar hugsjónir sínar. 17. október 2017 11:54