Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Skotárásin var gerð í Jacksonville í Flórída. Vísir/AP Talið er að minnst fjórir séu látnir og sjö séu særðir eftir að árásarmaður hóf skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Vitni segir að mikil ringulreið hafi skapast á vettvangi. Lögreglan í Jacksonville staðfestir að árásarmaðurinn hafi látist í árásinni en óvíst sé hvort fleiri hafi átt þátt í henni. Verið var að keppa í tölvuleiknum Madden 2018 og var mótinu streymt beint á netinu. Á myndbandi sem tekið var úr beinu útsendingunni og dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má heyra þegar skothríðin hefst og mikil ringulreið skapast. Biðlar lögreglan til allra í nágrenni við árásarstaðinn að halda sig eins langt í burtu frá staðnum og hægt er auk þess sem að allir sem kunni að vera í felum á árásarstaðnum hafa verið beðnir um að láta vita af sér svo lögregla geti sótt viðkomandi. „Ég henti mér niður og skreið inn á baðherbergi,“ segir Ryen Alemon í samtali við CNN en hann varð vitni að árásinni. Hann segir að um 40-50 manns hafi verið samankomnir til að fylgjast með tölvuleikjamótinu.„Ég var þarna kannski í tíu mínútur og allt róaðist frekar fljótt en allir voru grátandi og öskrandi. Ég hljóp bara út og það voru allir hlaupandi út um allt,“ sagði Alemon við CNN."Everybody was crying, yelling": Florida video game tournament shooting witness describes how he crawled into the bathroom to hide as shots rang out https://t.co/6ez7u5WoCNpic.twitter.com/uL0JUakmwB — CNN (@CNN) August 26, 2018Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Talið er að minnst fjórir séu látnir og sjö séu særðir eftir að árásarmaður hóf skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Vitni segir að mikil ringulreið hafi skapast á vettvangi. Lögreglan í Jacksonville staðfestir að árásarmaðurinn hafi látist í árásinni en óvíst sé hvort fleiri hafi átt þátt í henni. Verið var að keppa í tölvuleiknum Madden 2018 og var mótinu streymt beint á netinu. Á myndbandi sem tekið var úr beinu útsendingunni og dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má heyra þegar skothríðin hefst og mikil ringulreið skapast. Biðlar lögreglan til allra í nágrenni við árásarstaðinn að halda sig eins langt í burtu frá staðnum og hægt er auk þess sem að allir sem kunni að vera í felum á árásarstaðnum hafa verið beðnir um að láta vita af sér svo lögregla geti sótt viðkomandi. „Ég henti mér niður og skreið inn á baðherbergi,“ segir Ryen Alemon í samtali við CNN en hann varð vitni að árásinni. Hann segir að um 40-50 manns hafi verið samankomnir til að fylgjast með tölvuleikjamótinu.„Ég var þarna kannski í tíu mínútur og allt róaðist frekar fljótt en allir voru grátandi og öskrandi. Ég hljóp bara út og það voru allir hlaupandi út um allt,“ sagði Alemon við CNN."Everybody was crying, yelling": Florida video game tournament shooting witness describes how he crawled into the bathroom to hide as shots rang out https://t.co/6ez7u5WoCNpic.twitter.com/uL0JUakmwB — CNN (@CNN) August 26, 2018Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira