Glæpur gegn mannkyni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 „Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
„Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd.
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun