Omarosa segir Trump vera rasista Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 22:30 Omarosa og Trump þegar allt lék í lyndi. Vísir/Getty Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira