Spurningu beint til Samtaka atvinnulífsins Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2018 10:09 Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Landið selt? Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. 1. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun