Bitglaðir hundar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun