Bitglaðir hundar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar