Segir samráð við Rússa ekki glæp og að Trump sé alsaklaus Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 17:44 Rudy Giuliani vill meina að Trump forseti sé blásaklaus en samráð við erlent ríki sé hvort eð er ekki glæpur. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent