Lungu borgarinnar Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júlí 2018 07:00 Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun