Lestrargaldur allt árið Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 26. júlí 2018 07:00 Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar