Opið bréf til menntamálaráðherra Guðni Þór Þrándarson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun