
Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar
Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds.
Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum.
Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar):
176. gr.
1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum.
2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum.
178. gr.
1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum.
179. gr.
1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs.
180. gr.
1. Ekki má víkja dómara úr embætti.
3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum.
4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum.
5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum.
182. gr.
Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum.
Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi.
Tengdar fréttir

Ísland Pólland
Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.
Skoðun

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Haraldur Ólafsson skrifar

Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Tannheilsa skiptir höfuð máli
Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar

Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins
Viðar Halldórsson skrifar

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun
Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar

125 hjúkrunarrými til reiðu
Aríel Pétursson skrifar

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Værum öruggari utan Schengen
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum
Ingrid Kuhlman skrifar

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Byggð á Geldinganesi?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Að toga í sömu átt
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Ólafur Stephensen skrifar

„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“
Nichole Leigh Mosty skrifar

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Sameinuð gegn landamæraofbeldi
Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar

Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af!
Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Að berja hausnum við steininn
Páll Steingrímsson skrifar

Þegar (trans) kona fer í sund
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar

Þverpólitísk sjálftaka
Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar

Ef ekki hervæðing… hvað þá?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Að skapa rými fyrir vöxt
Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar

Leyfum loganum að lifa í Grindavík
Vilhjálmur Árnason skrifar

Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum?
Arnar Þór Jónsson skrifar