Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar Gerard Pokruszynski skrifar 27. júlí 2018 07:00 „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi.
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar