Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn Þórður Þórkelsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar