Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2018 13:19 Beðið var með eftirvæntingu eftir fregnum af síðasta björgunarleiðangrinum. Vísir/Getty Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi
Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00