Byltingin er staðreynd Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar