Laxeldi án heimilda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldisrisa. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var þar 1,1 milljón laxa í tíu opnum sjókvíum. Álitið er að hrygningarstofn villtra laxa sé um 100 þúsund fiskar á Íslandi. Eldisfiskarnir í Berufirði eru frjóir og af norskum stofni. Bannað er í Noregi að nýta framandi stofna í eldi. En Fiskeldi Austfjarða hefur enga heimild í leyfum í þessu eldi fyrir laxi af norskum uppruna. Það er klárt lögbrot og sambærilegt við að kúabændur færu að flytja inn norska erfðavísa án leyfis til að nýta í ræktun íslenskra kúa – og látið átölulaust. Sömuleiðis hefur Fiskeldi Austfjarða enga heimild í leyfum til að losa fosfór í sjóinn sem er uppistaðan í mengandi úrgangi frá eldinu. Þá hefur þessi eldisiðja aldrei farið í umhverfismat. Hvernig er hægt að taka mark á opinberum eftirlitsstofnunum sem láta þetta allt viðgangast eða er verið að hygla eldisiðjunni umfram aðra? Laxeldið í Berufirði hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Í desember gekk bálviðri yfir Austfirði með kuldatíð í kjölfarið og lagðist hart á eldið. Samkvæmt lýsingum Matvælastofnunar þá losnaði um festingar í einni kví, 285 tonn af laxi sýktust og var slátrað og voru urðuð að stærstum hluta á landi. Nú hefur það gerst eftir hvassviðri, sem gekk yfir Austfirði um miðjan júní, að stórar laxatorfur sáust á stökki í Hvítárvík 21. júní og aftur í Fossárvík 29. júní, en báðir staðir eru skammt innan við eldiskvíarnar í Svarthamarsvík í Berufirði. Reynslan staðfestir að eldisfyrirtækin tilkynna ekki um slysasleppingar fyrr en þær eru öllum ljósar seint og um síðir. Laxatorfur við strendur Berufjarðar hljóta að beina augum að eldiskvíunum og slysasleppingum þaðan. Þetta hefur verið tilkynnt Fiskistofu, en óhægt er um vik með eftiráeftirlit, þegar strokufiskur hefur dreift sér um allan sjó. Það er því sjálfsögð krafa, til að tryggja eftirlit eins og frekast má, að eftirlitsfólk verði ráðið til Fiskistofu í full störf á allar eldisstöðvar á kostnað eldisiðjunnar, svo grípa megi strax til ráðstafana, þegar fiskur sleppur, til að lágmarka tjónið á lífríkinu og villtum laxastofnum með sjúkdómasmiti og erfðablöndun. Alls staðar í veröldinni, þar sem laxeldi fer fram í opnum sjókvíum, sleppur fiskur. Það hefur reynslan líka staðfest hér á landi. Þess vegna vekur furðu hjá fagfólki á alþjóðavettvangi, að íslensk stjórnvöld skuli leyfa opnar sjókvíar með frjóum fiski af framandi stofni í nýju fiskeldi í stað þess að allt eldi fari í lokuð kerfi með geldfiski. Á það stefna nágrannaþjóðir okkar í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Ætla Íslendingar að sætta sig við úrelta tækni í fiskeldi með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið og fórna villtum laxastofnum? En norskir eldisrisar sitja á íslenska fjósbitanum og brosa breitt.Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldisrisa. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var þar 1,1 milljón laxa í tíu opnum sjókvíum. Álitið er að hrygningarstofn villtra laxa sé um 100 þúsund fiskar á Íslandi. Eldisfiskarnir í Berufirði eru frjóir og af norskum stofni. Bannað er í Noregi að nýta framandi stofna í eldi. En Fiskeldi Austfjarða hefur enga heimild í leyfum í þessu eldi fyrir laxi af norskum uppruna. Það er klárt lögbrot og sambærilegt við að kúabændur færu að flytja inn norska erfðavísa án leyfis til að nýta í ræktun íslenskra kúa – og látið átölulaust. Sömuleiðis hefur Fiskeldi Austfjarða enga heimild í leyfum til að losa fosfór í sjóinn sem er uppistaðan í mengandi úrgangi frá eldinu. Þá hefur þessi eldisiðja aldrei farið í umhverfismat. Hvernig er hægt að taka mark á opinberum eftirlitsstofnunum sem láta þetta allt viðgangast eða er verið að hygla eldisiðjunni umfram aðra? Laxeldið í Berufirði hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Í desember gekk bálviðri yfir Austfirði með kuldatíð í kjölfarið og lagðist hart á eldið. Samkvæmt lýsingum Matvælastofnunar þá losnaði um festingar í einni kví, 285 tonn af laxi sýktust og var slátrað og voru urðuð að stærstum hluta á landi. Nú hefur það gerst eftir hvassviðri, sem gekk yfir Austfirði um miðjan júní, að stórar laxatorfur sáust á stökki í Hvítárvík 21. júní og aftur í Fossárvík 29. júní, en báðir staðir eru skammt innan við eldiskvíarnar í Svarthamarsvík í Berufirði. Reynslan staðfestir að eldisfyrirtækin tilkynna ekki um slysasleppingar fyrr en þær eru öllum ljósar seint og um síðir. Laxatorfur við strendur Berufjarðar hljóta að beina augum að eldiskvíunum og slysasleppingum þaðan. Þetta hefur verið tilkynnt Fiskistofu, en óhægt er um vik með eftiráeftirlit, þegar strokufiskur hefur dreift sér um allan sjó. Það er því sjálfsögð krafa, til að tryggja eftirlit eins og frekast má, að eftirlitsfólk verði ráðið til Fiskistofu í full störf á allar eldisstöðvar á kostnað eldisiðjunnar, svo grípa megi strax til ráðstafana, þegar fiskur sleppur, til að lágmarka tjónið á lífríkinu og villtum laxastofnum með sjúkdómasmiti og erfðablöndun. Alls staðar í veröldinni, þar sem laxeldi fer fram í opnum sjókvíum, sleppur fiskur. Það hefur reynslan líka staðfest hér á landi. Þess vegna vekur furðu hjá fagfólki á alþjóðavettvangi, að íslensk stjórnvöld skuli leyfa opnar sjókvíar með frjóum fiski af framandi stofni í nýju fiskeldi í stað þess að allt eldi fari í lokuð kerfi með geldfiski. Á það stefna nágrannaþjóðir okkar í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Ætla Íslendingar að sætta sig við úrelta tækni í fiskeldi með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið og fórna villtum laxastofnum? En norskir eldisrisar sitja á íslenska fjósbitanum og brosa breitt.Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar