Hvers vegna sjálfstætt starfandi skóla? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. júlí 2018 10:45 Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun