Hvers vegna sjálfstætt starfandi skóla? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. júlí 2018 10:45 Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun