Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15