Emmessís flytur inn danskan skyrís Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:30 Emmessís var selt úr Mjólkursamsölunni árið 2007. Nábýlið er þó ennþá mikið. Vísir/GVA Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30
Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00
Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent