Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 07:00 Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar