Trump býður Pútín til Washington í haust Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 21:00 Donald Trump og Vladimir Putin í Helsinki. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira