Má bjóða þér meiri frítíma? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 5. júlí 2018 07:00 Flestir þekkja vel þá staðreynd að Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vinir og ættingjar annars staðar á Norðurlöndunum hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Við þessu vill BSRB bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu. Í dag vinna um 2.700 einstaklingar á vinnustöðum sem taka þátt í þessum tveimur tilraunaverkefnum. Þetta eru bæði staðir þar sem unnið er í dagvinnu og vinnustaðir þar sem unnin er vaktavinna. Hjá ríkinu hafa fjórar stofnanir tekið þátt og verða fimm frá og með haustinu. Reykjavíkurborg byrjaði fyrr á sínu tilraunaverkefni og hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnustöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor. Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Fjölmargir félagsmenn stéttarfélaga sem eiga aðild að Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands taka þátt í að stytta vinnuvikuna. Þá eru dæmi um vinnustaði eins og Hugsmiðjuna sem hafa innleitt styttingu vinnuviku hjá sér til framtíðar. Allt hefur þetta áhrif og nú hafa Akraneskaupstaður, Akureyrarbær og Reykjanesbær ákveðið að hefja tilraun um styttri vinnuviku meðal sinna starfsmanna. Fleiri munu fylgja í kjölfarið. Niðurstöður fram að þessu sýna að starfsánægja hefur aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara er fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf. Í viðtölum við starfsfólk hefur meðal annars komið fram að það upplifir að stressið heima fyrir hafi minnkað með styttingunni. Afköst starfsfólks hafa jafnframt haldist óbreytt þó vinnutíminn sé styttri og á flestum vinnustöðum hefur dregið verulega úr skammtímaveikindum. Það er ekki bara verkalýðshreyfingin sem vill stytta vinnuvikuna. Skynsamir stjórnendur vilja einnig fara þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er verulegur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.Höfundur er lögfræðingur BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þekkja vel þá staðreynd að Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vinir og ættingjar annars staðar á Norðurlöndunum hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Við þessu vill BSRB bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu. Í dag vinna um 2.700 einstaklingar á vinnustöðum sem taka þátt í þessum tveimur tilraunaverkefnum. Þetta eru bæði staðir þar sem unnið er í dagvinnu og vinnustaðir þar sem unnin er vaktavinna. Hjá ríkinu hafa fjórar stofnanir tekið þátt og verða fimm frá og með haustinu. Reykjavíkurborg byrjaði fyrr á sínu tilraunaverkefni og hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnustöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor. Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Fjölmargir félagsmenn stéttarfélaga sem eiga aðild að Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands taka þátt í að stytta vinnuvikuna. Þá eru dæmi um vinnustaði eins og Hugsmiðjuna sem hafa innleitt styttingu vinnuviku hjá sér til framtíðar. Allt hefur þetta áhrif og nú hafa Akraneskaupstaður, Akureyrarbær og Reykjanesbær ákveðið að hefja tilraun um styttri vinnuviku meðal sinna starfsmanna. Fleiri munu fylgja í kjölfarið. Niðurstöður fram að þessu sýna að starfsánægja hefur aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara er fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf. Í viðtölum við starfsfólk hefur meðal annars komið fram að það upplifir að stressið heima fyrir hafi minnkað með styttingunni. Afköst starfsfólks hafa jafnframt haldist óbreytt þó vinnutíminn sé styttri og á flestum vinnustöðum hefur dregið verulega úr skammtímaveikindum. Það er ekki bara verkalýðshreyfingin sem vill stytta vinnuvikuna. Skynsamir stjórnendur vilja einnig fara þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er verulegur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.Höfundur er lögfræðingur BSRB
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar