Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar 12. október 2025 08:30 Flest getum við verið sammála um að allri markaðssetningu sem snýr að börnum þurfi að fylgjast vandlega með, þá sérstaklega þegar um er að ræða fæðubótarefni. Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. Þessi drykkur hefur verið kynntur sem næringarríkur valkostur með áherslu á salt og önnur steinefni, en vekur upp spurningar um ábyrgð í markaðssetningu gagnvart yngri neytendum. Samkvæmt auglýsingum frá fyrirtækinu á nýi drykkurinn að henta börnum fjögurra ára og eldri. Utan á pakkningunni eru svo ýmsir þættir taldir upp sem gætu stuðlað að því að börn þurfi aukin sölt, meðal annars svefn og leikur. Hér er vert að staldra aðeins við og spyrja hvaðan fyrirtækið hefur gögn um það að slíkir þættir hafi neikvæð áhrif á vökvajafnvægi barna svo að sérstakrar uppbótar sé þörf. Vökvaójafnvægi myndast í líkamanum þegar ójafnvægi er milli vökvainntöku og vökvataps (svo sem vegna svitamyndunar eða veikinda), sem getur þá valdið röskun á söltum. Því myndu aðstæður leiks hjá börnum þurfa að vera ansi ákafar til að framkalla slíkt ójafnvægi hjá líkamanum og svefninn full langur. Blessunarlega stunda börn þó sjaldan mjög ákafar líkamsæfingar eða sofa dögum saman. Í þessu samhengi er mikilvægt að minna á 38. grein laga um fjölmiðla, sem fjallar um vernd barna gegn ótilhlýðilegum viðskiptaboðum og fjarkaupum. Þar segir að óheimilt sé að hvetja börn til að kaupa vöru með því að notfæra sér trúgirni þeirra eða láta þau telja foreldra eða aðra á að kaupa vöru. Þessi lagagrein undirstrikar mikilvægi þess að fyrirtæki sýni varfærni og ábyrgð þegar vörur eru markaðssettar til barna. Með það í huga er mikilvægt að taka fram að Íslendingar neyta almennt meira af salti en mælt er með og á það líka við um börnin okkar. Þó gögnin um það séu vissulega gömul og bráð þörf sé á nýrri rannsókn á núverandi mataræði barna þá eru vísbendingar um að enn sé of mikil saltneysla í mataræði þeirra. Hér er um að ræða viðkvæman hóp sem treystir á foreldra sína til að velja það sem er þeim fyrir bestu, sem er svo sannarlega ekki það að auka frekar saltneyslu, sama hversu sannfærandi skilaboð fyrirtæki setja frá sér. Undirrituðum næringarfræðingum þykir því skylda okkar að vera mótvægi við þeirri markaðssetningu sem hefur átt sér stað og benda á mögulega skaðsemi. Það er mikill heilsufarslegur ávinningur fyrir okkur af því að minnka saltneyslu því þannig má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Eins vekja frekari misvísandi skilaboð í markaðssetningu upp vangaveltur. Til dæmis er varan auglýst sem tannvæn þrátt fyrir að innihalda bæði sykur og sítrónusýru, þætti sem almennt einkenna ótannvæna drykki. Auk þess að vera merkt “án sætuefna”, en inniheldur stevíu, sem er sætuefni. Þar sem drykkurinn inniheldur bæði sykur og sætuefni er hann sætur á bragðið. Ekki er æskilegt að venja börn á að drekka sæta drykki frá unga aldri, þar sem sætt bragð kallar oft á meira sætt og getur haft áhrif á bragðskyn og matarvenjur til lengri tíma. Þar að auki inniheldur drykkurinn líka óþarflega háa skammta af vítamínum en líkaminn nýtir aðeins ákveðið mikið magn og losar umfram magn út. Rannsóknir sýna í raun ekki ávinning þess að drekka eða taka inn einhvers konar fjölvítamín svona almennt. Börn sem borða reglulega og fjölbreytta fæðu ættu því almennt að fá nægju sína af næringarefnum úr mat og ættu því ekki að þurfa fjölvítamín. Þá vekur þar að auki athygli að næringargildismerkingar á drykknum eru ekki rétt reiknaðar en útreikningur á hitaeiningum stenst ekki hlutfallsleg gildi næringarefna. Flestum dugir að drekka vatn fyrir vökvajafnvægi í daglegu lífi og við hóflega hreyfingu. Hinsvegar geta steinefnadrykkir þjónað sínum tilgangi við mikið vökvatap, líkt og gerist við uppköst, niðurgang eða við mikla hreyfingu eða hita þar sem fylgir mikið svitatap. Hversu mikið við svitnum er auðvitað mjög einstaklingsbundið og þarf því hver og einn að meta fyrir sig. Við viljum hvetja fyrirtæki til þess að vanda til verka með því að skoða markaðssetninguna sína og leggja áherslu á fyrir hvaða hópa og við hvaða aðstæður vörurnar henta ásamt því að greina rétt frá fullyrðingum um engin sætuefni. Eins ættu merkingar á næringargildi á slíkum drykkjum að vera rétt reiknaðar, sérstaklega á vörum sem ætlaðar eru börnum. Ennfremur hvetjum við fyrirtæki til að gæta þess að starfsfólk sýni fagleg samskipti þegar komið er með uppbyggilega gagnrýni, bæði opinberlega og í einkaskilaboðum. Öll viljum við börnunum það besta og ættum því að vera saman í liði að stuðla að heilbrigði þeirra. Að lokum viljum við valdefla foreldra ungra barna í því að láta ekki markaðsöfl afvegaleiða sig frá því sem skiptir mestu máli í samhengi við næringu barna, en það mun alltaf vera maturinn sjálfur og vatn sem helsti drykkur en ekki einhverskonar fæðuviðbót nema við sérstakar aðstæður, að undanskildu D-vítamíni sem allir þurfa að taka inn. Agnes Hrund Guðbjartsdóttir Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Berglind Soffía Blöndal Dagmar Björk Heimisdóttir Daría Lind Einarsdóttir Dögg Guðmundsdóttir Elsa Katrín Eiríksdóttir Eva Björg Björgvinsdóttir Geir Gunnar Markússon Guðrún Nanna Egilsdóttir Hadda Margrét Haraldsdóttir Hafdís Helgadóttir Heiðdís Snorradóttir Jenný Rut Ragnarsdóttir Karen Ruth Hákonardóttir Kristín Elísabet Halldórsdóttir Sara Mist Gautadóttir Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Fæðubótarefni Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flest getum við verið sammála um að allri markaðssetningu sem snýr að börnum þurfi að fylgjast vandlega með, þá sérstaklega þegar um er að ræða fæðubótarefni. Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. Þessi drykkur hefur verið kynntur sem næringarríkur valkostur með áherslu á salt og önnur steinefni, en vekur upp spurningar um ábyrgð í markaðssetningu gagnvart yngri neytendum. Samkvæmt auglýsingum frá fyrirtækinu á nýi drykkurinn að henta börnum fjögurra ára og eldri. Utan á pakkningunni eru svo ýmsir þættir taldir upp sem gætu stuðlað að því að börn þurfi aukin sölt, meðal annars svefn og leikur. Hér er vert að staldra aðeins við og spyrja hvaðan fyrirtækið hefur gögn um það að slíkir þættir hafi neikvæð áhrif á vökvajafnvægi barna svo að sérstakrar uppbótar sé þörf. Vökvaójafnvægi myndast í líkamanum þegar ójafnvægi er milli vökvainntöku og vökvataps (svo sem vegna svitamyndunar eða veikinda), sem getur þá valdið röskun á söltum. Því myndu aðstæður leiks hjá börnum þurfa að vera ansi ákafar til að framkalla slíkt ójafnvægi hjá líkamanum og svefninn full langur. Blessunarlega stunda börn þó sjaldan mjög ákafar líkamsæfingar eða sofa dögum saman. Í þessu samhengi er mikilvægt að minna á 38. grein laga um fjölmiðla, sem fjallar um vernd barna gegn ótilhlýðilegum viðskiptaboðum og fjarkaupum. Þar segir að óheimilt sé að hvetja börn til að kaupa vöru með því að notfæra sér trúgirni þeirra eða láta þau telja foreldra eða aðra á að kaupa vöru. Þessi lagagrein undirstrikar mikilvægi þess að fyrirtæki sýni varfærni og ábyrgð þegar vörur eru markaðssettar til barna. Með það í huga er mikilvægt að taka fram að Íslendingar neyta almennt meira af salti en mælt er með og á það líka við um börnin okkar. Þó gögnin um það séu vissulega gömul og bráð þörf sé á nýrri rannsókn á núverandi mataræði barna þá eru vísbendingar um að enn sé of mikil saltneysla í mataræði þeirra. Hér er um að ræða viðkvæman hóp sem treystir á foreldra sína til að velja það sem er þeim fyrir bestu, sem er svo sannarlega ekki það að auka frekar saltneyslu, sama hversu sannfærandi skilaboð fyrirtæki setja frá sér. Undirrituðum næringarfræðingum þykir því skylda okkar að vera mótvægi við þeirri markaðssetningu sem hefur átt sér stað og benda á mögulega skaðsemi. Það er mikill heilsufarslegur ávinningur fyrir okkur af því að minnka saltneyslu því þannig má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Eins vekja frekari misvísandi skilaboð í markaðssetningu upp vangaveltur. Til dæmis er varan auglýst sem tannvæn þrátt fyrir að innihalda bæði sykur og sítrónusýru, þætti sem almennt einkenna ótannvæna drykki. Auk þess að vera merkt “án sætuefna”, en inniheldur stevíu, sem er sætuefni. Þar sem drykkurinn inniheldur bæði sykur og sætuefni er hann sætur á bragðið. Ekki er æskilegt að venja börn á að drekka sæta drykki frá unga aldri, þar sem sætt bragð kallar oft á meira sætt og getur haft áhrif á bragðskyn og matarvenjur til lengri tíma. Þar að auki inniheldur drykkurinn líka óþarflega háa skammta af vítamínum en líkaminn nýtir aðeins ákveðið mikið magn og losar umfram magn út. Rannsóknir sýna í raun ekki ávinning þess að drekka eða taka inn einhvers konar fjölvítamín svona almennt. Börn sem borða reglulega og fjölbreytta fæðu ættu því almennt að fá nægju sína af næringarefnum úr mat og ættu því ekki að þurfa fjölvítamín. Þá vekur þar að auki athygli að næringargildismerkingar á drykknum eru ekki rétt reiknaðar en útreikningur á hitaeiningum stenst ekki hlutfallsleg gildi næringarefna. Flestum dugir að drekka vatn fyrir vökvajafnvægi í daglegu lífi og við hóflega hreyfingu. Hinsvegar geta steinefnadrykkir þjónað sínum tilgangi við mikið vökvatap, líkt og gerist við uppköst, niðurgang eða við mikla hreyfingu eða hita þar sem fylgir mikið svitatap. Hversu mikið við svitnum er auðvitað mjög einstaklingsbundið og þarf því hver og einn að meta fyrir sig. Við viljum hvetja fyrirtæki til þess að vanda til verka með því að skoða markaðssetninguna sína og leggja áherslu á fyrir hvaða hópa og við hvaða aðstæður vörurnar henta ásamt því að greina rétt frá fullyrðingum um engin sætuefni. Eins ættu merkingar á næringargildi á slíkum drykkjum að vera rétt reiknaðar, sérstaklega á vörum sem ætlaðar eru börnum. Ennfremur hvetjum við fyrirtæki til að gæta þess að starfsfólk sýni fagleg samskipti þegar komið er með uppbyggilega gagnrýni, bæði opinberlega og í einkaskilaboðum. Öll viljum við börnunum það besta og ættum því að vera saman í liði að stuðla að heilbrigði þeirra. Að lokum viljum við valdefla foreldra ungra barna í því að láta ekki markaðsöfl afvegaleiða sig frá því sem skiptir mestu máli í samhengi við næringu barna, en það mun alltaf vera maturinn sjálfur og vatn sem helsti drykkur en ekki einhverskonar fæðuviðbót nema við sérstakar aðstæður, að undanskildu D-vítamíni sem allir þurfa að taka inn. Agnes Hrund Guðbjartsdóttir Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Berglind Soffía Blöndal Dagmar Björk Heimisdóttir Daría Lind Einarsdóttir Dögg Guðmundsdóttir Elsa Katrín Eiríksdóttir Eva Björg Björgvinsdóttir Geir Gunnar Markússon Guðrún Nanna Egilsdóttir Hadda Margrét Haraldsdóttir Hafdís Helgadóttir Heiðdís Snorradóttir Jenný Rut Ragnarsdóttir Karen Ruth Hákonardóttir Kristín Elísabet Halldórsdóttir Sara Mist Gautadóttir Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun