Skoðun

Ósýnilega höndin á þingi

Benedikt Bóas skrifar
Minn maður, Brynjar Níelsson, fer mikinn þessa dagana í að gagnrýna fjölmiðla. Slíkt er gott og  nauðsynlegt.

Annar minn maður, GVA eða Gunnar V. Andrésson, hefur verið óþreytandi að benda á hvernig þrengt hefur verið að starfi blaðamanna og ljósmyndara. Það er áhugavert að hlusta á GVA því hann byrjaði jú að taka myndir nánast áður en elstu menn muna. Hann hefur því lifað tímana tvenna. Hann bendir meðal annars á að löggjafinn sé orðinn óþolandi. Það er nefnilega löngu byrjuð að myndast gífurleg gjá á milli þeirra sem telja sig vera opinbera starfsmenn og þeirra sem eiga að segja fréttir til hinna.

Lögreglan svarar ekki lengur í símann til að svara spurningum heldur senda frá sér tilkynningar. Bannað er að mynda í réttarsal og á Alþingi og ef það er eldgos þá má ekki fara að skrásetja söguna. Vísindamenn mega það en ekki Ragnar Axelsson, RAX-i, sem hefur myndað öll eldsumbrot á landinu undanfarna áratugi. Þetta er bara brotabrot af öllu því rugli sem fjölmiðlamenn lenda í þegar kemur að opinberum starfsmönnum.

Það er pirringur meðal fjölmiðlamanna með alþingisfólk. GVA sagði það sjálfur. Alþingishúsið er orðið vondur staður að koma í. Alþingismenn og konur eru að byggja sér risastóran fílabeinsturn og sjá ekki lengur niður. Komnir úr öllum takt við samfélagið. Það var jú dýralæknir ráðinn í Vegagerðina.

„Það er komin einhver ósýnileg hönd, sem hefur þann mátt að setjast í ritstjórnarstól og hefur komið því inn hjá fjölmiðlum að þeim komi hlutirnir ekkert við,“ sagði GVA í viðtali í þessu blaði fyrir tveimur árum.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×