Viðreisn blasir við í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 5. júlí 2018 07:00 Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun