Erlent

Þrjár YouTube-stjörnur hröpuðu til dauða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ryker Gamble, Alexey Lyakh og Megan Scraper voru virk á YouTube.
Ryker Gamble, Alexey Lyakh og Megan Scraper voru virk á YouTube. Vísir
Þrír meðlimir myndbandablogghópsins High on Life hröpuðu 30 metra til dauða niður foss í Kanada. Hópurinn birti myndbönd á YouTube um ferðalög og ferðamennsku og var afar vinsæll. BBC greinir frá.

Ryker Gamble, Alexey Lyakh og Megan Scraper voru að synda við topp Shannon Falls í Kanada á þriðjudaginn. Svo virðist sem að slysið hafi átt sér stað er Scraper rann til og datt. Reyndu Gamble og Lyakh að koma henni til aðstoðar en hröpuðu niður við björgunartilraunir.

Samtals er hópurinn með 1,1 milljón fylgjendur á Instagram og hálfa milljón fylgjanda á YouTube. Aðrir meðlimir hópsins minntust þremenninganna með hjartnæmu myndbandi, auk þess sem að þeir hafa stofnað minningarsjóð til minningar um þau þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×