Slæmt ferðaveður á morgun á miklum ferðadegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 20:00 Gul viðvörun morgundagsins gildir um stóran hluta landsins, Vísir/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig. Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig.
Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira