Slæmt ferðaveður á morgun á miklum ferðadegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 20:00 Gul viðvörun morgundagsins gildir um stóran hluta landsins, Vísir/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig. Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig.
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira