Litli frændi Gylfa Sig skoraði glæsilegt mark í úrslitaleik N1-mótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2018 13:00 Lárus Orri skorar markið glæsilega. Lárus Orri Ólafsson, tólf ára gamall frændi Gylfa Þórs Sigurðssonar, sonur Ólafs Más Sigurðssonar, bróður Gylfa, og Lilju Karítasar Lárusardóttur, var hetja FH á N1-mótinu í fótbolta sem lauk á Akureyri um helgina. Þetta risavaxna fótboltamót sem KA-menn halda fyrir drengi í fimmta flokki á ellefu og tólf ára aldri fór vel fram að vanda en í úrslitaleiknum mættust FH 1 og HK 1. FH-ingar fögnuðu sigri, 3-0. FH komst í 2-0 og lagði Lárus Orri upp annað markið en hann rak svo smiðshöggið á sigurinn með marki sem stóri frændi væri sjálfur stoltur að skora. Að sjálfsögðu var það beint úr aukaspyrnu eins og Gylfi Þór hefur gert að listgrein. Lárus Orri tók spyrnu vinstra megin við teiginn og skoraði með þrumuskot í fjærhornið og innsiglaði glæsilegan sigur FH á mótinu. HK-ingar, sem eru vanir því að keppa til úrslita og vinna N1-mótið, þurftu að lúta í gras að þessu sinni. Lárus Orri kom ekki bara við sögu í úrslitaleiknum því hann kom FH bæði í undanúrslitin og úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu í vítaspyrnukeppni. Lárus tók 22. vítaspyrnuna í ótrúlegri vítaspyrnukeppni FH og KA í undanúrslitum og skilaði sínum mönnum í úrslitin. Fleiri synir landsliðsfólks tóku þátt í úrslitaleiknum en með Lárusi í liði voru bæði synir Rakelar Ögmundsdóttur og Arnars Þórs Viðarssonar. Daniel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára, var í tapliði HK. Frábært mark Lárusar má sjá í spilaranum hér að neðan en það kemur á 9:58:36. KA TV sýndi beint frá öllum leikdögum mótsins en þáttur Sumaramótanna um N1-mótið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 á fimmtudagskvöldið. Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Lárus Orri Ólafsson, tólf ára gamall frændi Gylfa Þórs Sigurðssonar, sonur Ólafs Más Sigurðssonar, bróður Gylfa, og Lilju Karítasar Lárusardóttur, var hetja FH á N1-mótinu í fótbolta sem lauk á Akureyri um helgina. Þetta risavaxna fótboltamót sem KA-menn halda fyrir drengi í fimmta flokki á ellefu og tólf ára aldri fór vel fram að vanda en í úrslitaleiknum mættust FH 1 og HK 1. FH-ingar fögnuðu sigri, 3-0. FH komst í 2-0 og lagði Lárus Orri upp annað markið en hann rak svo smiðshöggið á sigurinn með marki sem stóri frændi væri sjálfur stoltur að skora. Að sjálfsögðu var það beint úr aukaspyrnu eins og Gylfi Þór hefur gert að listgrein. Lárus Orri tók spyrnu vinstra megin við teiginn og skoraði með þrumuskot í fjærhornið og innsiglaði glæsilegan sigur FH á mótinu. HK-ingar, sem eru vanir því að keppa til úrslita og vinna N1-mótið, þurftu að lúta í gras að þessu sinni. Lárus Orri kom ekki bara við sögu í úrslitaleiknum því hann kom FH bæði í undanúrslitin og úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu í vítaspyrnukeppni. Lárus tók 22. vítaspyrnuna í ótrúlegri vítaspyrnukeppni FH og KA í undanúrslitum og skilaði sínum mönnum í úrslitin. Fleiri synir landsliðsfólks tóku þátt í úrslitaleiknum en með Lárusi í liði voru bæði synir Rakelar Ögmundsdóttur og Arnars Þórs Viðarssonar. Daniel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára, var í tapliði HK. Frábært mark Lárusar má sjá í spilaranum hér að neðan en það kemur á 9:58:36. KA TV sýndi beint frá öllum leikdögum mótsins en þáttur Sumaramótanna um N1-mótið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 á fimmtudagskvöldið.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira