Sundstund María Bjarnadóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Íslenska sundlaugin er á pari við finnsku saununa, tyrkneska baðið og japanska onsenið í menningarlegum skilningi. Þetta fullyrði ég án nokkurra vísindalegra heimilda eða þekkingar á menningarfræði; svo augljós eru sannindin. Það jafnast ekkert á við sundsprett í snjókomu. Hvergi er hægt að komast nær þjóðarsálinni en í heitum potti og lífsgæðin sem felast í fjölskyldusundi eftir kvöldmat með náttfötin í töskunni verða varla mæld í peningum. Því er ekki skrýtið að ferðamaðurinn heillist af hinni íslensku sundlaug og vilji taka þátt í partýinu. Gæti hann að því að þvo sér almennilega í sturtunni, bæði fyrir og eftir, þurrka sér áður en hann fer inn í búningsklefann og einoka ekki spegilinn við andlitssnyrtingu, getur ferðamaðurinn jafnvel fallið í hópinn; í það minnsta þar til hann fer að klæða sig. Það er jú fátt eins afhjúpandi fyrir ferðamann og tex buxur sem hægt er að renna af við hnén. Annað sem afhjúpar ferðamann í sundi eru viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, þegar sundlaugin er íslenskum stjörnum prýdd. Íbúar á Íslandi eru vanir því að óháð félagslegri stöðu, efnahag eða afrekum, stöndum við saman afhjúpuð í sturtunni. Auðvitað halda allir kúlinu í návist frægra, en kurteisislegt bros eða lítið nikk er yfirleitt lekkert. Ferðamaðurinn hins vegar sápar sig við hliðina á konu án þess að vita að hún er bæði Fjallkonan sjálf og Ronja Ræningjadóttir. Stendur fyrir aftan mann í rennibrautar röðinni, en veit ekki að hann er Alþingismaður, eða jafnvel Stuðmaður. Blessaður ferðamaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska sundlaugin er á pari við finnsku saununa, tyrkneska baðið og japanska onsenið í menningarlegum skilningi. Þetta fullyrði ég án nokkurra vísindalegra heimilda eða þekkingar á menningarfræði; svo augljós eru sannindin. Það jafnast ekkert á við sundsprett í snjókomu. Hvergi er hægt að komast nær þjóðarsálinni en í heitum potti og lífsgæðin sem felast í fjölskyldusundi eftir kvöldmat með náttfötin í töskunni verða varla mæld í peningum. Því er ekki skrýtið að ferðamaðurinn heillist af hinni íslensku sundlaug og vilji taka þátt í partýinu. Gæti hann að því að þvo sér almennilega í sturtunni, bæði fyrir og eftir, þurrka sér áður en hann fer inn í búningsklefann og einoka ekki spegilinn við andlitssnyrtingu, getur ferðamaðurinn jafnvel fallið í hópinn; í það minnsta þar til hann fer að klæða sig. Það er jú fátt eins afhjúpandi fyrir ferðamann og tex buxur sem hægt er að renna af við hnén. Annað sem afhjúpar ferðamann í sundi eru viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, þegar sundlaugin er íslenskum stjörnum prýdd. Íbúar á Íslandi eru vanir því að óháð félagslegri stöðu, efnahag eða afrekum, stöndum við saman afhjúpuð í sturtunni. Auðvitað halda allir kúlinu í návist frægra, en kurteisislegt bros eða lítið nikk er yfirleitt lekkert. Ferðamaðurinn hins vegar sápar sig við hliðina á konu án þess að vita að hún er bæði Fjallkonan sjálf og Ronja Ræningjadóttir. Stendur fyrir aftan mann í rennibrautar röðinni, en veit ekki að hann er Alþingismaður, eða jafnvel Stuðmaður. Blessaður ferðamaðurinn.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar