Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd | Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar 22. júní 2018 09:30 Móðurjörðin kallar alla gönguna. Útsýnið til hennar breytist og fagurt frá öllum hornum. vísir/vilhelm Volgograd, áður Stalingrad, er ein sögufrægasta borg heims og minningargarðurinn um orrustuna í borginni er einstakur. Baráttan um Stalingrad var stærsta og blóðugasta orrustan í síðari heimsstyrjöldinni. Orrustan hófst þann 23. ágúst en lauk ekki formlega fyrr en 2. febrúar 1943. Í valnum lágu hátt í tvær milljónir manna. Heimamenn í meirihluta. Heimamenn unnu þó orrustuna og sá sigur var snúningspunktur í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir hana var byrjað að sækja að nasistum.Þessi hluti leiðarinnar er með tónlist og miklum byssulátum. Þarna er búið að skera í bergið myndir af mönnum í barátta um borgina.vísir/vilhelmÁrið 1967 var opnaður minningargarður um orrustuna. Þar er í aðalhlutverki styttan sem kölluð er Móðurjörðin kallar. Móðir Rússland og hún vakir yfir borginni á hæsta punktinum. Hún er 85 metrar að hæð og var stærsta stytta heims er hún var reist. Hún er í þriðja sæti núna en þetta er engu að síður stærsta stytta heims af konu. Bara sverðið er 33 metrar og hún vegur rúm átta tonn. Gangan að styttunni hefst nokkuð langt frá og upp tröppur. Alls eru 200 tröppur á leiðinni upp að styttunni. Ein trappa fyrir hvern dag sem barist var í borginni.Er við komum inn í minningarhofið voru sveittir hermenn að marsera um hofið. Á veggjunum má sjá nöfn þeirra heimamanna sem féllu.vísir/vilhelmSvo er gengið fram hjá hverju glæsiverkinu á fætur öðru. Einstakar styttur sem minna á átökin. Tónlist spiluð undir og einnig má heyra byssuskot. Allt til að gera upplifunina sterkari. Rétt áður en farið er lokaspölinn upp að styttunni er farið í gegnum minningarhof. Þar standa hermenn í steikjandi hita án þess að hreyfa sig. Félagar þeirra koma reglulega og þurrka af þeim svitann og laga til jakkana þeirra. Á veggjunum eru svo nöfn allra Rússanna sem létust í orrustunni. Yfir milljón nöfn. Magnþrunginn staður. Svo þegar komið er alveg upp á hæðina er útsýni yfir alla borgina. Á þessari hæð var mikið barist og jarðneskar leifar margra liggja undir grasi hæðarinnar sem var svo mikilvæg í þessum bardaga.Einn fjögurra hermanna í hofinu sem standa klukkutímum saman í hitanum án þess að hreyfa sig.vísir/vilhelmOfanritaður er mikill áhugamaður um síðari heimsstyrjöldina og þá sérstaklega þessa orrustu. Það er erfitt að lýsa með orðum tilfinningunum sem bærast með manni á þessari göngu. Þessi minningargarður er einn fallegasti staður sem ég hef komið á og tilfinningarnar sterkar sem bærast í manni á slíkum söguslóðum. Ef einhver á möguleika á því að koma hingað þá má ekki sleppa þessari göngu. Hún er lík engri annarri og skilur mikið eftir sig. Einstakur minningargarður um einn hörmulegasta atburð mannkynssögunnar.Hofið er opið að ofan. Á einum stað í göngunni upp hofið má sjá Móðurina rísa þar fyrir ofan.vísir/vilhelmVilhelm Gunnarsson ljósmyndari fór í þennan einstaka göngutúr með mér og myndaði fegurð garðsins.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Hermaður þurrkar svitann af félaga sínum sem var búinn að standa lengi á versta stað. Beint gegnt sólu. Félaginn lagaði líka jakkann hans og peppaði hann svo áfram. Mögnuð sjón.vísir/vilhelmÁ þessum stað eru nokkrar styttur sem sýna hermenn bjarga særðum félaga sínum. Við hliðina er stór laug.vísir/vilhelmvísir/vilhelmÞegar komið er úr hofinu blasir Móðirin við. Glæsileg og tignarleg. Fólkið upp á hæðinni er eins og maurar við hlið hennar.vísir/vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Lopapeysuklæddir Nígeríumenn í flugnabúrinu í Volgograd Þrettándi þáttur er kominn í loftið. 22. júní 2018 09:00 Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum. 22. júní 2018 08:30 Rússneska mínútan: Ekki í boði að vera að sóla sig í garðinum Rússneska mínútan var á sínum stað í Sumarmessunni í kvöld en Rússneska mínútan hefur vakið mikla lukku í þættinum. 21. júní 2018 23:30 Vilja gera þjóðina stolta þannig að vonandi sofna ekki 0,4 prósentin í dag 99,6 prósent landsmanna horfðu á leik Íslands og Argentínu en hvað voru þá hin 0,4 prósentin að gera? 22. júní 2018 08:00 Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni. 21. júní 2018 20:29 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Volgograd, áður Stalingrad, er ein sögufrægasta borg heims og minningargarðurinn um orrustuna í borginni er einstakur. Baráttan um Stalingrad var stærsta og blóðugasta orrustan í síðari heimsstyrjöldinni. Orrustan hófst þann 23. ágúst en lauk ekki formlega fyrr en 2. febrúar 1943. Í valnum lágu hátt í tvær milljónir manna. Heimamenn í meirihluta. Heimamenn unnu þó orrustuna og sá sigur var snúningspunktur í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir hana var byrjað að sækja að nasistum.Þessi hluti leiðarinnar er með tónlist og miklum byssulátum. Þarna er búið að skera í bergið myndir af mönnum í barátta um borgina.vísir/vilhelmÁrið 1967 var opnaður minningargarður um orrustuna. Þar er í aðalhlutverki styttan sem kölluð er Móðurjörðin kallar. Móðir Rússland og hún vakir yfir borginni á hæsta punktinum. Hún er 85 metrar að hæð og var stærsta stytta heims er hún var reist. Hún er í þriðja sæti núna en þetta er engu að síður stærsta stytta heims af konu. Bara sverðið er 33 metrar og hún vegur rúm átta tonn. Gangan að styttunni hefst nokkuð langt frá og upp tröppur. Alls eru 200 tröppur á leiðinni upp að styttunni. Ein trappa fyrir hvern dag sem barist var í borginni.Er við komum inn í minningarhofið voru sveittir hermenn að marsera um hofið. Á veggjunum má sjá nöfn þeirra heimamanna sem féllu.vísir/vilhelmSvo er gengið fram hjá hverju glæsiverkinu á fætur öðru. Einstakar styttur sem minna á átökin. Tónlist spiluð undir og einnig má heyra byssuskot. Allt til að gera upplifunina sterkari. Rétt áður en farið er lokaspölinn upp að styttunni er farið í gegnum minningarhof. Þar standa hermenn í steikjandi hita án þess að hreyfa sig. Félagar þeirra koma reglulega og þurrka af þeim svitann og laga til jakkana þeirra. Á veggjunum eru svo nöfn allra Rússanna sem létust í orrustunni. Yfir milljón nöfn. Magnþrunginn staður. Svo þegar komið er alveg upp á hæðina er útsýni yfir alla borgina. Á þessari hæð var mikið barist og jarðneskar leifar margra liggja undir grasi hæðarinnar sem var svo mikilvæg í þessum bardaga.Einn fjögurra hermanna í hofinu sem standa klukkutímum saman í hitanum án þess að hreyfa sig.vísir/vilhelmOfanritaður er mikill áhugamaður um síðari heimsstyrjöldina og þá sérstaklega þessa orrustu. Það er erfitt að lýsa með orðum tilfinningunum sem bærast með manni á þessari göngu. Þessi minningargarður er einn fallegasti staður sem ég hef komið á og tilfinningarnar sterkar sem bærast í manni á slíkum söguslóðum. Ef einhver á möguleika á því að koma hingað þá má ekki sleppa þessari göngu. Hún er lík engri annarri og skilur mikið eftir sig. Einstakur minningargarður um einn hörmulegasta atburð mannkynssögunnar.Hofið er opið að ofan. Á einum stað í göngunni upp hofið má sjá Móðurina rísa þar fyrir ofan.vísir/vilhelmVilhelm Gunnarsson ljósmyndari fór í þennan einstaka göngutúr með mér og myndaði fegurð garðsins.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Hermaður þurrkar svitann af félaga sínum sem var búinn að standa lengi á versta stað. Beint gegnt sólu. Félaginn lagaði líka jakkann hans og peppaði hann svo áfram. Mögnuð sjón.vísir/vilhelmÁ þessum stað eru nokkrar styttur sem sýna hermenn bjarga særðum félaga sínum. Við hliðina er stór laug.vísir/vilhelmvísir/vilhelmÞegar komið er úr hofinu blasir Móðirin við. Glæsileg og tignarleg. Fólkið upp á hæðinni er eins og maurar við hlið hennar.vísir/vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Lopapeysuklæddir Nígeríumenn í flugnabúrinu í Volgograd Þrettándi þáttur er kominn í loftið. 22. júní 2018 09:00 Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum. 22. júní 2018 08:30 Rússneska mínútan: Ekki í boði að vera að sóla sig í garðinum Rússneska mínútan var á sínum stað í Sumarmessunni í kvöld en Rússneska mínútan hefur vakið mikla lukku í þættinum. 21. júní 2018 23:30 Vilja gera þjóðina stolta þannig að vonandi sofna ekki 0,4 prósentin í dag 99,6 prósent landsmanna horfðu á leik Íslands og Argentínu en hvað voru þá hin 0,4 prósentin að gera? 22. júní 2018 08:00 Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni. 21. júní 2018 20:29 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
HM í dag: Lopapeysuklæddir Nígeríumenn í flugnabúrinu í Volgograd Þrettándi þáttur er kominn í loftið. 22. júní 2018 09:00
Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum. 22. júní 2018 08:30
Rússneska mínútan: Ekki í boði að vera að sóla sig í garðinum Rússneska mínútan var á sínum stað í Sumarmessunni í kvöld en Rússneska mínútan hefur vakið mikla lukku í þættinum. 21. júní 2018 23:30
Vilja gera þjóðina stolta þannig að vonandi sofna ekki 0,4 prósentin í dag 99,6 prósent landsmanna horfðu á leik Íslands og Argentínu en hvað voru þá hin 0,4 prósentin að gera? 22. júní 2018 08:00
Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni. 21. júní 2018 20:29