Ráðherra læsir úti læknana og kastar krónunni Ragnar Freyr Ingvarsson og Þórarinn Guðnason skrifar 26. júní 2018 07:00 Því hefur verið haldið fram að rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sé ríkinu kostnaðarsamur og það langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar er komist að þeirri niðurstöðu að kostnaðaraukning frá því árið 2012 hafi verið 60% á fimm ára tímabili og ýmsir hafa gripið þá tölu á lofti. Þegar grannt er skoðað væri hins vegar miklu nær lagi að tala um þessa aukningu sem 10% eða u.þ.b. 2% á ári. Á þessum tveimur tölum er mikill munur og hann skekkir verulega mikilvæga umræðu sem nauðsynlegt er að halda á vitrænum nótum.Þórarinn ?Guðnason hjartalæknir og formaður Læknafélags ReykjavíkurÞessi 60% tala sjálfs ríkisendurskoðanda er einfaldlega röng og leiðrétting með eftirgreindum hætti blasir við: Þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar lækkar talan í 47%. Ríkisendurskoðandi viðurkennir þessi mistök og jafnframt að viðmiðunarárin 2011-2012 væru ekki marktæk því þá var enginn samningur við sérfræðilækna og stærri hluti gjaldsins kom beint frá sjúklingunum. Því var ekki reiknað með í skýrslunni en þegar það er leiðrétt fer talan niður um 20 prósentustig til viðbótar og 60% aukningin um leið niður í 27%, eða 5,4 % á ári í fimm ár. Fólksfjölgun var um 1,5% á ári og þegar öldrun þjóðarinnar er bætt við má reikna með 2% aukinni þjónustuþörf á ári. Þá stendur eftir rúmlega 2% hækkun á ári eða samtals 10% á fyrrnefndu fimm ára tímabili. Sú hækkun varð einfaldlega til vegna flutnings verka frá spítölunum í þetta ódýrara úrræði og auðvelt er að ímynda sér að með því sparist talsverðir fjármunir samhliða því að þjónusta við sjúklinga batnar. Verk hafa færst út frá Landspítala en mikið af því sem gert var á St. Jósefsspítala fluttist líka inn á samninginn á þessu tímabili. Vonandi er að nákvæmni ríkisendurskoðanda í álitsgjöf sinni og útreikningum sé að öllu jöfnu meiri en í þessu tilfelli.Innistæðulausar fullyrðingar Þeir sem horn hafa í síðu sérfræðilækna í stofurekstri, með núverandi heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, klifa á því að hann sé mun dýrari en sú læknisþjónusta sem ríkið starfrækir sjálft. Fullyrðingin er röng enda yfirleitt sett fram án alls rökstuðnings. Margir láta sér það þó því miður í léttu rúmi liggja. Erfitt er að nálgast tölur og gögn um kostnað í ríkisreknu læknisþjónustunni öfugt við það sem gerist um samninga Sjúkratrygginga Íslands. Þar er gerð grein fyrir hverri krónu í hverju unnu læknisverki. Vegna þessa skorts á upplýsingum um ríkisreknu þjónustuna getur reynst þrautin þyngri að hrekja þessar innistæðulausu fullyrðingarnar ráðamanna. Sumt liggur þó ljóst fyrir og talar skýru máli um mismunandi kostnað eftir því hver veitir þjónustuna. Dæmi: Læknisheimsókn ósjúkratryggðra einstaklinga (t.d. ferðamanna) sem borga fullt verð fyrir þjónustuna er mun hagkvæmari á stofu sérfræðings en bæði á heilsugæslu og á göngudeild Landspítalans. Heimsókn til sérfræðings á stofu kostar í heildina 8.700 krónur, á heilsugæslu 9.600 krónur og dýraust er hún, eða 13.200 krónur, á göngudeild spítala. Heimsóknin á stofu kostar þannig 4.500 krónum minna en á göngudeild Landspítalans, sem þýðir um 66% af kostnaðinum. Fyrir hverjar 100 þúsund komur á stofu sérfræðilækna (þær eru alls 500 þúsund á ári en 250 þúsund á Landspítala) sparast þannig 450 milljónir króna miðað við að veita þjónustuna á göngudeild spítala.Komur til sérfræðingaHagkvæmur samningur Margt bendir til þess að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sé jafnframt mjög hagkvæmur þegar borið er saman við nágrannalöndin. Tökum Svíþjóð, Stóra-Bretland og Bandaríkin sem dæmi: Í Halland í Svíþjóð er samningur við sjálfstætt starfandi gigtarlækna. Þar eru greiddar 44 þúsund krónur fyrir stofuheimsókn. Í Bretlandi er ekki ósvipað verð, eða 37 þúsund krónur fyrir heimsókn á göngudeild gigtarlæknis. Á einkarekinni stofu á Íslandi eru greiddar 8.700 krónur fyrir venjulega heimsókn til gigtarlæknis, en 12.800 krónur ef um flókna sérhæfða heimsókn er að ræða. Íslenska sérfræðiþjónustan kostar því aðeins 20-34% af sænsku og bresku gjaldskránum. Í Bandaríkjunum kostar fyrsta koma Parkinsonsjúklings til taugalæknis 50-60 þúsund krónur en á stofu á Íslandi 19 þúsund krónur eða 30-40% af gjaldinu í Bandaríkjunum. Af þessu má sjá að rammasamningur Sjúkratrygginga er ríkinu afar hagkvæmur. Í nýlegri rannsókn, sem birtist í hinu virta tímariti Lancet, voru heilbrigðiskerfi í heiminum skoðuð, m.a. aðgengi að þjónustunni og árangur af meðferðum mismunandi sjúkdóma. Þar kemur fram að íslenska heilbirgðiskerfið sé einfaldlega það besta í heimi. Meðal annars eru mestar líkur á því að ná 75 ára aldri á Íslandi óháð því hvaða sjúkdóm maður greinist með. Þessi árangur næst þó Íslendingar greiði mun minna hlutfall landsframleiðslunnar (ríflega 7%) til heilbrigðismála en nágrannaþjóðirnar (um 10-11%). Íslenska heilbrigðiskerfið er því ekki bara best heldur einnig með því ódýrasta í rekstri. Hagkvæmni, fjölbreytni og sveigjanleiki vegna samnings Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna vegur þar afar þungt. Glórulaus kúrs Sitjandi heilbrigðisráðherra og tveir síðustu forverar hans hafa samt ítrekað brotið þennan góða samning, meðal annars með einhliða lokun á nýliðun lækna sem þar með eru læstir úti úr landinu. Samningurinn rennur út um næstu áramót og ráðherra hefur margoft lýst því yfir að nýr samningur verði aldrei gerður nema á gjörbreyttum grunni. Ódýrasta og besta heilbrigðiskerfi í heimi verður að víkja til að flytja þjónustuna inn í ríkisrekstur hvað sem það kostar. Og það verður dýrt því hvort sem aukning umsvifa sérfræðilækna á stofu mælist 12% á ári eða 2% leiðir sú aukning til mikils heildarsparnaðar í kerfinu. Sé farið í hina áttina og kerfið ríkisvætt eykst kostnaður verulega á sama hátt. Augljóst er að heilbrigðisyfirvöld eru á villigötum. Á meðan alþjóðleg þróun er í þá átt að þjónusta hefðbundinna spítala minnkar samhliða aukinni þekkingu og tækni sem einfaldar læknisverkin, rær íslenski heilbrigðisráðherrann á móti straumnum. Hann setur úrelt sjónarmið í öndvegi og setur stefnuna á að spara aurinn en kasta krónunni. Fjárhagslega er ekkert vit í því en alvarlegast er að með áformum sínum læsir hann líka unga lækna og nýja þekkingu úti úr landinu. Þennan glórulausa kúrs þarf að leiðrétta strax, opna samninginn, endurnýja hann og tryggja að þjónusta sérfræðilækna verði áfram innan opinbera kerfisins. Líðan og heilsa íslenskra sjúklinga og grunnstoðir heilbrigðiskerfisins eru í húfi.Höfundar Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtarlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sé ríkinu kostnaðarsamur og það langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar er komist að þeirri niðurstöðu að kostnaðaraukning frá því árið 2012 hafi verið 60% á fimm ára tímabili og ýmsir hafa gripið þá tölu á lofti. Þegar grannt er skoðað væri hins vegar miklu nær lagi að tala um þessa aukningu sem 10% eða u.þ.b. 2% á ári. Á þessum tveimur tölum er mikill munur og hann skekkir verulega mikilvæga umræðu sem nauðsynlegt er að halda á vitrænum nótum.Þórarinn ?Guðnason hjartalæknir og formaður Læknafélags ReykjavíkurÞessi 60% tala sjálfs ríkisendurskoðanda er einfaldlega röng og leiðrétting með eftirgreindum hætti blasir við: Þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar lækkar talan í 47%. Ríkisendurskoðandi viðurkennir þessi mistök og jafnframt að viðmiðunarárin 2011-2012 væru ekki marktæk því þá var enginn samningur við sérfræðilækna og stærri hluti gjaldsins kom beint frá sjúklingunum. Því var ekki reiknað með í skýrslunni en þegar það er leiðrétt fer talan niður um 20 prósentustig til viðbótar og 60% aukningin um leið niður í 27%, eða 5,4 % á ári í fimm ár. Fólksfjölgun var um 1,5% á ári og þegar öldrun þjóðarinnar er bætt við má reikna með 2% aukinni þjónustuþörf á ári. Þá stendur eftir rúmlega 2% hækkun á ári eða samtals 10% á fyrrnefndu fimm ára tímabili. Sú hækkun varð einfaldlega til vegna flutnings verka frá spítölunum í þetta ódýrara úrræði og auðvelt er að ímynda sér að með því sparist talsverðir fjármunir samhliða því að þjónusta við sjúklinga batnar. Verk hafa færst út frá Landspítala en mikið af því sem gert var á St. Jósefsspítala fluttist líka inn á samninginn á þessu tímabili. Vonandi er að nákvæmni ríkisendurskoðanda í álitsgjöf sinni og útreikningum sé að öllu jöfnu meiri en í þessu tilfelli.Innistæðulausar fullyrðingar Þeir sem horn hafa í síðu sérfræðilækna í stofurekstri, með núverandi heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, klifa á því að hann sé mun dýrari en sú læknisþjónusta sem ríkið starfrækir sjálft. Fullyrðingin er röng enda yfirleitt sett fram án alls rökstuðnings. Margir láta sér það þó því miður í léttu rúmi liggja. Erfitt er að nálgast tölur og gögn um kostnað í ríkisreknu læknisþjónustunni öfugt við það sem gerist um samninga Sjúkratrygginga Íslands. Þar er gerð grein fyrir hverri krónu í hverju unnu læknisverki. Vegna þessa skorts á upplýsingum um ríkisreknu þjónustuna getur reynst þrautin þyngri að hrekja þessar innistæðulausu fullyrðingarnar ráðamanna. Sumt liggur þó ljóst fyrir og talar skýru máli um mismunandi kostnað eftir því hver veitir þjónustuna. Dæmi: Læknisheimsókn ósjúkratryggðra einstaklinga (t.d. ferðamanna) sem borga fullt verð fyrir þjónustuna er mun hagkvæmari á stofu sérfræðings en bæði á heilsugæslu og á göngudeild Landspítalans. Heimsókn til sérfræðings á stofu kostar í heildina 8.700 krónur, á heilsugæslu 9.600 krónur og dýraust er hún, eða 13.200 krónur, á göngudeild spítala. Heimsóknin á stofu kostar þannig 4.500 krónum minna en á göngudeild Landspítalans, sem þýðir um 66% af kostnaðinum. Fyrir hverjar 100 þúsund komur á stofu sérfræðilækna (þær eru alls 500 þúsund á ári en 250 þúsund á Landspítala) sparast þannig 450 milljónir króna miðað við að veita þjónustuna á göngudeild spítala.Komur til sérfræðingaHagkvæmur samningur Margt bendir til þess að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sé jafnframt mjög hagkvæmur þegar borið er saman við nágrannalöndin. Tökum Svíþjóð, Stóra-Bretland og Bandaríkin sem dæmi: Í Halland í Svíþjóð er samningur við sjálfstætt starfandi gigtarlækna. Þar eru greiddar 44 þúsund krónur fyrir stofuheimsókn. Í Bretlandi er ekki ósvipað verð, eða 37 þúsund krónur fyrir heimsókn á göngudeild gigtarlæknis. Á einkarekinni stofu á Íslandi eru greiddar 8.700 krónur fyrir venjulega heimsókn til gigtarlæknis, en 12.800 krónur ef um flókna sérhæfða heimsókn er að ræða. Íslenska sérfræðiþjónustan kostar því aðeins 20-34% af sænsku og bresku gjaldskránum. Í Bandaríkjunum kostar fyrsta koma Parkinsonsjúklings til taugalæknis 50-60 þúsund krónur en á stofu á Íslandi 19 þúsund krónur eða 30-40% af gjaldinu í Bandaríkjunum. Af þessu má sjá að rammasamningur Sjúkratrygginga er ríkinu afar hagkvæmur. Í nýlegri rannsókn, sem birtist í hinu virta tímariti Lancet, voru heilbrigðiskerfi í heiminum skoðuð, m.a. aðgengi að þjónustunni og árangur af meðferðum mismunandi sjúkdóma. Þar kemur fram að íslenska heilbirgðiskerfið sé einfaldlega það besta í heimi. Meðal annars eru mestar líkur á því að ná 75 ára aldri á Íslandi óháð því hvaða sjúkdóm maður greinist með. Þessi árangur næst þó Íslendingar greiði mun minna hlutfall landsframleiðslunnar (ríflega 7%) til heilbrigðismála en nágrannaþjóðirnar (um 10-11%). Íslenska heilbrigðiskerfið er því ekki bara best heldur einnig með því ódýrasta í rekstri. Hagkvæmni, fjölbreytni og sveigjanleiki vegna samnings Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna vegur þar afar þungt. Glórulaus kúrs Sitjandi heilbrigðisráðherra og tveir síðustu forverar hans hafa samt ítrekað brotið þennan góða samning, meðal annars með einhliða lokun á nýliðun lækna sem þar með eru læstir úti úr landinu. Samningurinn rennur út um næstu áramót og ráðherra hefur margoft lýst því yfir að nýr samningur verði aldrei gerður nema á gjörbreyttum grunni. Ódýrasta og besta heilbrigðiskerfi í heimi verður að víkja til að flytja þjónustuna inn í ríkisrekstur hvað sem það kostar. Og það verður dýrt því hvort sem aukning umsvifa sérfræðilækna á stofu mælist 12% á ári eða 2% leiðir sú aukning til mikils heildarsparnaðar í kerfinu. Sé farið í hina áttina og kerfið ríkisvætt eykst kostnaður verulega á sama hátt. Augljóst er að heilbrigðisyfirvöld eru á villigötum. Á meðan alþjóðleg þróun er í þá átt að þjónusta hefðbundinna spítala minnkar samhliða aukinni þekkingu og tækni sem einfaldar læknisverkin, rær íslenski heilbrigðisráðherrann á móti straumnum. Hann setur úrelt sjónarmið í öndvegi og setur stefnuna á að spara aurinn en kasta krónunni. Fjárhagslega er ekkert vit í því en alvarlegast er að með áformum sínum læsir hann líka unga lækna og nýja þekkingu úti úr landinu. Þennan glórulausa kúrs þarf að leiðrétta strax, opna samninginn, endurnýja hann og tryggja að þjónusta sérfræðilækna verði áfram innan opinbera kerfisins. Líðan og heilsa íslenskra sjúklinga og grunnstoðir heilbrigðiskerfisins eru í húfi.Höfundar Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtarlæknir
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun