Skattaeilífðarvélin Ólafur Stephensen skrifar 27. júní 2018 07:00 Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar