Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 18:20 Kennedy með Ruth Bader Ginsburg, einum af frjálslyndari dómurunum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16