Pence „eitruð naðra“ i augum Maduro Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:43 Varaforseti Bandaríkjanna sakar Nicolás Maduro um harðstjórn í Venesúela. Vísir/epa Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela. Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela.
Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03
Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15