Pence „eitruð naðra“ i augum Maduro Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:43 Varaforseti Bandaríkjanna sakar Nicolás Maduro um harðstjórn í Venesúela. Vísir/epa Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela. Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela.
Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03
Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15