Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. júní 2018 18:45 „Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“ Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“
Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00