Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 12:00 Gylfi Þór og Sara Björk eru stjörnuleikmenn íslensku landsliðanna. Vísir/Eyþór/Vilhelm Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu stigu risaskref í átt að sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á næsta ári með 2-0 sigri á Slóveníu í gærkvöldi. Frammistaðan var kannski upp á tíu en úrslitin voru það. Tvö mörk Glódísar Perlu settu upp hreinan úrslitaleik við Þjóðverja í Laugardalnum þann 1. september. Þá verður í fyrsta skipti uppselt á kvennalandsleik á Íslandi. Það er staðreynd, og verður geggjað. Eins og margoft hefur komið fram höfðu stelpurnar okkar spilað í tvígang í úrslitakeppni Evrópumótsins þegar karlalandsliðið tryggði sér sæti þangað. Þetta þótti mörgum mikilvægt að minna rækilega á, helst þeir sem fylgjast lítið með fótbolta, af því þeim fannst fjölmiðlar fara fram úr sér í umfjöllun um karlalandsliðið á EM. Einhver fjölmiðillinn sagði að Ísland væri í fyrsta skipti á EM. Eflaust misstu fleiri það út úr sér yfir kaffibolla í vinnunni eða í ræktinni. Nei, aldeilis ekki. Strákarnir í karlalandsliðinu misstu sig í gleðinni í Nice sumarið 2016.Vísir/Getty„Stelpurnar eru búnar að fara á EM tvisvar!“ heyrðist hér og þar hjá fólki sem þótti á kvennalandsliðinu brotið. Öllu fólki sem ég þekki, hvort sem er konur eða karlar, sem fylgist með fótbolta stóð nákvæmlega á sama því það voru engin tíðindi fyrir þeim. Það þurfti ekkert að slá upp á Google hver EM saga kvennalandsliðsins var. Það fylgdist með stelpunum í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013. Sama fólki er nákvæmlega sama þótt einhver hafi sagt í gær eða segi í dag að landsliðið geti komist í fyrsta skipti á HM, án þess að tilgreina að karlalandsliðið sé komið þangað. Afrek stelpnanna eru engu minni þótt strákarnir hafi „verið á undan“ á HM. Ekki frekar en að árangur kvennaliðsins að komast á EM 2009 og 2013 ætti að skyggja á þá gleði sem braust út þegar karlaliðið tryggði sæti sitt á EM 2016.Sælutilfinning. Gleði stelpnanna okkar var fölskvalaus eftir sigurinn gegn Þýskalandi í haust og það skiljanlega.Vísir/GettyEftirvæntingin er mikil fyrir riðlakeppnina hér í Rússlandi þar sem Ísland er á pappírnum, samkvæmt styrkleikalista FIFA, með þriðja sterkasta liðið. Ólíkt því sem var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum þá fara tvö lið upp úr riðlinum en ekki þrjú. Möguleikarnir eru samkvæmt því minni og líka þegar litið er til þess að Argentína og Króatía eru tvö af best mönnuðu landsliðum heims. Undirritaður fylgdist með stelpunum á EM í Hollandi fyrir ári. Þar komust tvö lið upp úr riðlinum og töldu spekingar Ísland eiga ágæta möguleika. En það getur verið stutt á milli hláturs og grátus í fótbolta. Liðið tapaði öllum þremur leikjunum og útlit fyrir svartnætti í kvennaboltanum eftir mikinn uppgang. Annað hefur sannarlega komið á daginn enda liðið í kjörstöðu, með örlögin í eigin höndum, að skrifa söguna. 3-2 útisigur á Þýskalandi eru einhver mögnuðustu úrslit í íslenskri knattspyrnusögu og leikur sem seint gleymist.Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir vonsvikin eftir eitt af þremur töpum íslenska liðsins á EM í Hollandi í fyrra.Vísir/GettyHér í Rússlandi bind ég vonir við það að að loknum tveimur leikjum eigi Ísland hið minnsta möguleika fyrir þriðja leikinn gegn Króatíu. Allt þarf í raun að fara á versta veg til að Ísland eigi ekki vonarglætu í lokaleiknum. En það getur vel gerst. Það gerðist fyrir ári í Hollandi hjá stelpunum okkar og það verður bara að segjast að loftið fer með hraði úr stórmótsblöðrunni þegar liðið á ekki möguleika á árangri þótt enn sé leikur óspilaður.Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark karlalandsliðsins á EM. Hver ætli skori fyrsta markið á HM?Vísir/VilhelmSvo gæti hitt líka gerst, sem er töluvert ólíklegra samkvæmt öllum spám og veðbönkum, en eitthvað sem íslenskir landsliðsmenn hafa grínast með. Þeir verða bara búnir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum eftir leikina gegn Argentínu og Nígeríu. Þegar kemur að lokaleiknum gegn vinum okkar frá Króatíu, sem virðast alltaf dragast á móti Íslandi, verður hreinlega hægt að spila varaliðinu. Það má lengi láta sig dreyma en eins og við höfum séð endurtekið hjá íslensku landsliðunum í fótbolta þá verða draumar reglulega að veruleika. Komist kvennalandsliðið á HM í Frakklandi á næsta ári mun Ísland hafa átt landslið á stórmóti í fótbolta fjögur ár í röð. Sturlaður árangur hjá þjóð sem eitt sinn átti sér draum að komast á stórmót í fótbolta. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kveðja frá Rússlandi: Í bullinu að bíða eftir pasta Að horfa á myndband er góð skemmtun. Að fara út að borða í Rússlandi er ekki góð skemmtun. 11. júní 2018 15:00 Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri HM á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi og Rússlandi. 10. júní 2018 15:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu stigu risaskref í átt að sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á næsta ári með 2-0 sigri á Slóveníu í gærkvöldi. Frammistaðan var kannski upp á tíu en úrslitin voru það. Tvö mörk Glódísar Perlu settu upp hreinan úrslitaleik við Þjóðverja í Laugardalnum þann 1. september. Þá verður í fyrsta skipti uppselt á kvennalandsleik á Íslandi. Það er staðreynd, og verður geggjað. Eins og margoft hefur komið fram höfðu stelpurnar okkar spilað í tvígang í úrslitakeppni Evrópumótsins þegar karlalandsliðið tryggði sér sæti þangað. Þetta þótti mörgum mikilvægt að minna rækilega á, helst þeir sem fylgjast lítið með fótbolta, af því þeim fannst fjölmiðlar fara fram úr sér í umfjöllun um karlalandsliðið á EM. Einhver fjölmiðillinn sagði að Ísland væri í fyrsta skipti á EM. Eflaust misstu fleiri það út úr sér yfir kaffibolla í vinnunni eða í ræktinni. Nei, aldeilis ekki. Strákarnir í karlalandsliðinu misstu sig í gleðinni í Nice sumarið 2016.Vísir/Getty„Stelpurnar eru búnar að fara á EM tvisvar!“ heyrðist hér og þar hjá fólki sem þótti á kvennalandsliðinu brotið. Öllu fólki sem ég þekki, hvort sem er konur eða karlar, sem fylgist með fótbolta stóð nákvæmlega á sama því það voru engin tíðindi fyrir þeim. Það þurfti ekkert að slá upp á Google hver EM saga kvennalandsliðsins var. Það fylgdist með stelpunum í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013. Sama fólki er nákvæmlega sama þótt einhver hafi sagt í gær eða segi í dag að landsliðið geti komist í fyrsta skipti á HM, án þess að tilgreina að karlalandsliðið sé komið þangað. Afrek stelpnanna eru engu minni þótt strákarnir hafi „verið á undan“ á HM. Ekki frekar en að árangur kvennaliðsins að komast á EM 2009 og 2013 ætti að skyggja á þá gleði sem braust út þegar karlaliðið tryggði sæti sitt á EM 2016.Sælutilfinning. Gleði stelpnanna okkar var fölskvalaus eftir sigurinn gegn Þýskalandi í haust og það skiljanlega.Vísir/GettyEftirvæntingin er mikil fyrir riðlakeppnina hér í Rússlandi þar sem Ísland er á pappírnum, samkvæmt styrkleikalista FIFA, með þriðja sterkasta liðið. Ólíkt því sem var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum þá fara tvö lið upp úr riðlinum en ekki þrjú. Möguleikarnir eru samkvæmt því minni og líka þegar litið er til þess að Argentína og Króatía eru tvö af best mönnuðu landsliðum heims. Undirritaður fylgdist með stelpunum á EM í Hollandi fyrir ári. Þar komust tvö lið upp úr riðlinum og töldu spekingar Ísland eiga ágæta möguleika. En það getur verið stutt á milli hláturs og grátus í fótbolta. Liðið tapaði öllum þremur leikjunum og útlit fyrir svartnætti í kvennaboltanum eftir mikinn uppgang. Annað hefur sannarlega komið á daginn enda liðið í kjörstöðu, með örlögin í eigin höndum, að skrifa söguna. 3-2 útisigur á Þýskalandi eru einhver mögnuðustu úrslit í íslenskri knattspyrnusögu og leikur sem seint gleymist.Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir vonsvikin eftir eitt af þremur töpum íslenska liðsins á EM í Hollandi í fyrra.Vísir/GettyHér í Rússlandi bind ég vonir við það að að loknum tveimur leikjum eigi Ísland hið minnsta möguleika fyrir þriðja leikinn gegn Króatíu. Allt þarf í raun að fara á versta veg til að Ísland eigi ekki vonarglætu í lokaleiknum. En það getur vel gerst. Það gerðist fyrir ári í Hollandi hjá stelpunum okkar og það verður bara að segjast að loftið fer með hraði úr stórmótsblöðrunni þegar liðið á ekki möguleika á árangri þótt enn sé leikur óspilaður.Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark karlalandsliðsins á EM. Hver ætli skori fyrsta markið á HM?Vísir/VilhelmSvo gæti hitt líka gerst, sem er töluvert ólíklegra samkvæmt öllum spám og veðbönkum, en eitthvað sem íslenskir landsliðsmenn hafa grínast með. Þeir verða bara búnir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum eftir leikina gegn Argentínu og Nígeríu. Þegar kemur að lokaleiknum gegn vinum okkar frá Króatíu, sem virðast alltaf dragast á móti Íslandi, verður hreinlega hægt að spila varaliðinu. Það má lengi láta sig dreyma en eins og við höfum séð endurtekið hjá íslensku landsliðunum í fótbolta þá verða draumar reglulega að veruleika. Komist kvennalandsliðið á HM í Frakklandi á næsta ári mun Ísland hafa átt landslið á stórmóti í fótbolta fjögur ár í röð. Sturlaður árangur hjá þjóð sem eitt sinn átti sér draum að komast á stórmót í fótbolta.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kveðja frá Rússlandi: Í bullinu að bíða eftir pasta Að horfa á myndband er góð skemmtun. Að fara út að borða í Rússlandi er ekki góð skemmtun. 11. júní 2018 15:00 Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri HM á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi og Rússlandi. 10. júní 2018 15:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
Kveðja frá Rússlandi: Í bullinu að bíða eftir pasta Að horfa á myndband er góð skemmtun. Að fara út að borða í Rússlandi er ekki góð skemmtun. 11. júní 2018 15:00
Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri HM á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi og Rússlandi. 10. júní 2018 15:00